Sikileyingar kveðja eftir vel heppnaða heimsókn

 Hópurinn frá Sikiley sem kom fyrir níu dögum kveður Ísland eftir
 vel heppnaða ferð. Miðvikudaginn 16. september var farinn Reykjaneshringur og
 endað í sólskini í Bláa lóninu. Meðan á dvölinni hefur staðið hafa norðurljósin skreytt
 himininn hvað eftir annað og Reykjavík skartaði sínu fegursta þegar hópurinn fór
  á Landnámssýninguna og í gönguferð í miðbænum síðasta daginn.

 Myndirnar tóku Marina Barbaro og Emanuele Lanzetta