Nemendur í Náms- og starfsvali heimsóttu Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Um 60 nemendur á 3ja ári frá Kvennaskólanum í Reykjavík heimsóttu Félagsvísindasvið Háskóla Íslands fimmtudaginn 24. september.  Alls kynntu sex deildir Félagsvísindasviðs starfsemi sína og buðu upp á kaffi og meðlæti.

Í áfanganum Náms- og starfsval í Kvennaskólanum er unnið að því að nemendur séu vel undirbúnir til að marka sér framtíð og bera ábyrgð á þeirri leið sem þeir kjósa eftir að Kvennaskólanum lýkur. Kenndar eru leiðir til að efla sjálfsþekkingu og að taka ákvarðanir á upplýstan hátt. Áhersla er lögð á að nemendur séu meðvitaðir um þá óþrjótandi möguleika sem í boði eru í framhaldsnámi hérlendis og erlendis og þekki leiðir til að afla upplýsinga á þessu sviði. Kennarar eru Ágústa Georgsdóttir og Sigríður María Tómasdóttir.

https://www.flickr.com/photos/sifsigfusdottir/sets/72157656716607243