Gleðileg jól!

Kvennaskólinn í Reykjavík óskar nemendum sínum, starfsfólki og öllum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Kennsla á vorönn hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 5. janúar kl. 13:20. 

Í jólaleyfinu verður skrifstofa skólans opin mánudaginn 21. desember, þriðjudaginn 29. desember og miðvikudaginn 30. desember frá kl. 9 -13. Lokað er á skrifstofunni 22. og 23. desember.