Útskrift stúdenta

Laugardaginn 19. desember var 41 stúdent útskrifaður frá Kvennaskólanum við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju.
Kór Kvennaskólans söng og nýstúdent Agnar Freyr Stefánsson flutti ávarp.  Flores Axel Böðvarsson nýstúdent og Hinrik Snær Guðmundsson sem útskrifaðist s.l. vor léku á píanó og fiðlu lagið Did I Make The Most Of Loving You eftir John Lunn.
Veitt voru verðlaun fyrir góðan námsárangur. Efst á stúdentsprófi og dúx hópsins er Eyrún Andrésdóttir stúdent af náttúruvísindabraut og hlaut hún verðlaun úr Minningarsjóði frú Þóru Melsteð, stofnanda Kvennaskólans í Reykjavík. Eyrún hlaut einnig verðlaun í eðlisfræði. Verðlaunasjóður dr. Guðrúnar P. Helgadóttur fyrrverandi skólastjóra veitir verðlaun fyrir besta lokaverkefnið „Stúdentspennann 19. des. 2015“ og þau verðlaun hlaut Sóldís Finnbogadóttir stúdent af félagsvísindabraut. Viðurkenningu skólans fyrir mikil og góð störf í þágu nemendafélagsins hlaut Flores Axel Böðvarsson formaður ritnefndar veturinn 2014-15.
Skólinn sendir nýstúdentum heillaóskir. Megi gæfa og velgengni fylgja hópnum á nýjum vettvangi.