Hjalti Jón Sveinsson nýr skólameistari Kvennaskólans

Hjalti Jón Sveinsson tók við starfi skólameistara Kvennaskólans nú um áramótin af Ingibjörgu S. Guðmundsdóttur.  Hjalti starfaði sem skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri frá 1999 til áramóta og var þar áður skólameistari á Laugum í Þingeyjasýslu í fimm ár.  Hann kenndi við Kvennaskólann á árunum 1976-1982 með hléum.

Ingibjörg Guðmundsdóttir fráfarandi skólameistari hefur starfað við Kvennaskólann nær óslitið frá árinu 1973 sem kennari, aðstoðarskólameistari og síðar sem skólameistari frá árinu 1998.

Við kveðjum Ingibjörgu með þakklæti fyrir langt og heillaríkt starf við skólann um leið og við bjóðum nýjan skólameistara velkominn til starfa.