Rymja söngkeppni Kvennaskólans í Austurbæ 22. janúar

Rymja, undankeppni Kvennaskólans fyrir söngkeppni framhaldsskólanna verður föstudaginn 22. janúar í Austurbæ. Tólf atriði keppa um að taka þátt fyrir hönd Kvennaskólans í Söngkeppni framhaldsskólanna.  Keppnin hefst kl. 19 og stendur til 22. Miðasala fer fram í gegnum bekkjarformann og svo verður líka selt inn við dyr á milli 18:30 og 19:00. Þetta er fyrst og fremst hugsað fyrir Kvenskælinga og aðstandendur keppenda, og auðvitað starfsfólk skólans.

Miðaverð er 2000 kr.