Lið Kvennaskólans keppir á móti liði MS í sjónvarpskeppni Gettu betur

Nú er komið í ljós hvaða lið keppa í sjónvarpskeppni Gettu betur.  Dregið hefur verið um hvaða lið mætast og mun lið Kvennaskólans keppa á móti MS þann 12. febrúar.

Liðin sem keppa munu í sjónvarpi eru lið Menntaskólans við Hamrahlíð, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Menntaskólans á Ísafirði, Kvennaskólans, Menntaskólans á Akureyri, Fjölbrautaskólans í Garðabæ, Menntaskólans við Sund og Menntaskólans í Reykjavík.