Jafnréttis- og ritnefndarvika 8.-12. febrúar

Nú stendur yfir jafnréttis- og ritnefndarvika í Kvennó.  Dagskráin er viðamikil  og boðið er upp á ýmsar skemmtilegar, fróðlegar og hýrar uppákomur sem eru í boði fyrir alla og allir eiga að geta notið. Vonast er til að í þessari viku, sem og allar aðrar vikur ársins, muni nemdur skólans sýna hver öðrum náungakærleik, virðingu og skilning.  Við erum öll einstök og því ber að fagna!

Þau félög innan Kvennó sem standa að skipulagninu þessarar viku eru; Þóra Melsted - femínistafélag Kvennó, Stoltið - hinsegin félag Kvennó, Jafnréttisteymið sem í eru nokkrir nemendur og Þórður  Kristinsson félagsfræðikennari og ritnefnd.

Búið er að skreyta Uppsali og fleiri staði í skólanum í öllum regnbogans litum. Markmiðið er að skrifa um umfjölllunarefni vikunnar í Fréttasætuna þegar frá líður (Frettasaetan.is)

Einkunnarorð vikunnar eru:

✬ ÁFRAM JAFNRÉTTI ✬ ÁFRAM FRELSI ✬ ÁFRAM KÆRLEIKUR ✬

 

✬ VIKUPLAN ✬

Þriðjudagur:
✬ 17:00 – Jafningjafræðarar frá Samtökunum ´78 koma og fræða Kvenskælinga og áhugasama um ýmis málefni hinseginsamfélagsins.

 Miðvikudagur:
✬ Öskudagur
✬ 17:00 – Samþykkishópurinn er með erindi.

 Fimmtudagur:
✬ 11:30 – Fulltrúar frá Druslugöngunni koma og flytja erindi í hádegishléinu.
✬ 20:00 – Úrslitakvöld Ljóða- og Örsögukeppni Ritnefndar verður haldið hátíðlegt í Uppsölum. Skólahljómsveit spilar ljúfa djasstóna og veitt verða verðlaun.

 Föstudagur:
✬ 11:30 – UN WOMEN flytja erindi og selja nýjan „fokk ofbeldi!“ varning á meðan á hádegishléi stendur.
✬ 14:30 – Ugla Stefanía flytur erindi um Trans Femínisma

Sjá einnig:

 https://www.facebook.com/events/1548455968800549/