Sinfóníuhljómsveit Íslands býður nemendum og starfsfólki Kvennaskólans á tónleika

Þann 12. febrúar 2016  var nemendum, kennurum og öðru starfsfólki Kvennaskólans í Reykjavík boðið á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands en tónleikarnir voru haldnir í Eldborgarsal Hörpu. 

Sumir nemendur voru að mæta á sína fyrstu tónleika í Hörpu og því mikil tilhlökkun í hópnum. Flutt var Leníngrad sinfónían eftir Shostakovitsj og einleikarinn var Kirill Gerstein. 

Tónleikarnir voru einstaklega góðir og nemendur, kennarar og annað starfsfólk Kvennaskólans í Reykjavík eru afar þakklát Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir boðið.