Gettu betur lið Kvennaskólans sigraði lið MS

Lið Kvennaskólans sigraði lið Menntaskólans við Sund í annarri viðureign 8 liða úrslita Gettu betur með 27 stigum gegn 20 stigum MS. Keppt var í beinni útsendingu í sjónvarpssal.
Þrjú stig skildu liðin að eftir hraðaspurningarnar en þá var staðan 11 – 8.  Í bjölluspurningunum leit út fyrir að MS ætlaði að sitja eftir en svo fóru hjólin að snúast og munurinn minnkaði þannig að fyrir síðasta hluta keppninnar, munaði einungis 7 stigum á liðunum og 9 stig í pottinum. Allt gat því gerst. Kvennaskólinn svaraði fyrri vísbendingaspurningu í fyrstu vísbendingu og þá voru úrslit ráðin þrátt fyrir að MS svaraði þeirri síðari einnig í fyrstu vísbendingu. Liðsmenn eru nú komnir áfram í undanúrslit keppninnar.  Þegar hefur lið Menntaskólans í Reykjavík tryggt sér sæti í undanúrslitum.  Í næstu viku etja kappi lið MH og MÍ og þar á eftir FSS og MA um þau sæti sem eftir standa.