Tjarnardagar og árshátíð 23.-26. febrúar

Næstu daga eru tjarnardagar, en þá er gert hlé á hefðbundnu skólastarfi.  Nemendur fá þá að velja úr mjög fjölbreyttu úrvali viðfangsefna sér til fróðleiks og skemmtunar. Má þar nefna sund, maraþon, bogfimi, World Class, skautar, keila, ratleikur, paintball, yoga, hugleiðsla, hekl, förðunarkennsla, kynfræðsla, zumba, tennis, lasertag, lestur, spil, kvikmyndir, bridgekennsla og ferð í Bláa lónið. Tjarnardögum lýkur með árshátíð á fimmtudaginn 25. febrúar.  Frí er í skólanum föstudaginn 26. febrúar.

Tjarnardagar hefjast á valkynningu fyrir hádegi þriðjudaginn 23. febrúar. 

1. bekkur kl. 8:30

2. bekkur kl. 9:30