Valkynning í Kvennaskólanum

Þann 23. febrúar 2016 var haldin valkynning námsgreina í Kvennaskólanum. Nemendur kynntu sér fjölbreytilegar valgreinar sem í boði eru skólaárið 2016-2017. Markmiðið með valkynningunni er að fá nemendur til að kynna sér hvað sé í boði og gefa þeim kost á að spyrja kennarana spjörunum úr varðandi námsefni og afla sér enn frekari upplýsinga um hið fjölbreytta nám sem í boði er í skólanum. Kynningarnar voru allar haldnar í Miðbæjarskóla og skapaðist skemmtileg upplifun jafnt hjá nemendum sem kennurum.