Húsþing Kvennaskólans

Húsþing Kvennaskólans var haldið á Tjarnardögum. Kennarar Kvennaskólans komu saman, hlustuðu á fyrirlestra og sóttu málstofur annarra kennara en aðaláherslan var á fjölbreytni í námsmati og kennsluháttum. Ætlunin var að fá nokkra kennara skólans til þess að segja frá nýjungum í kennsluháttum eða námsmati. Málstofurnar voru hver um sig hálf klukkustund og voru þannig hugsaðar að kennari/kennarar segðu frá nýjungum sem þeir eru að fást við í starfi sínu og svöruðu spurningum samkennara sinna. Góð stemmning myndaðist meðal kennaranna og óhætt að segja að þeir kynntust ýmsum nýjungum í kennsluháttum.