Dagskrá peysufatadagsins 15. apríl

Dagskrá peysufatadagsins

Kl. 08:00 Morgunverður fyrir hvern bekk í heimahúsi, ef vill
Kl. 09:30 Menntamálaráðuneytið.  Dansað fyrir utan
Kl. 10:10 Droplaugarstaðir. Söngur og dans fyrir íbúa og starfsfólk
Kl. 11:00 Komið í Kvennaskólann.  Dansað og sungið fyrir nemendur, starfsfólk og gesti
Kl. 12:20 Grund. Söngur og dans fyrir íbúa og starfsfólk 
Kl. 13:20 Ingólfstorg.  Sungið og dansað fyrir vegfarendur
Kl. 14:00 Kvennaskólinn  – hópmyndataka og svo heitt kakó og kaka í mötuneytinu
Kl. 18:00 Kvöldverður í Lídósalnum, Hallveigarstíg 1. Dansleikur frá kl. 22 til 01 á sama stað.

Peysufatadagurinn – sagan  í stuttu máli
Það mun hafa verið venja á dögum frú Þóru Melsteð að stúlkurnar gengju á íslenskum búningi í skólann. Með tímanum breyttist það eins og annað og þegar kom fram um 1920 gengu aðeins sumar stúlknanna í slíkum búningi í skólanum. Það mun hafa verið vorið 1921 sem stúlkurnar tóku sig allar saman um að gera það til hátíðabrigða að koma á peysufötum til skólans og gera sér ofurlítinn dagamun á eftir. Þetta var fyrsti peysufatadagurinn og hefur hann jafnan verið endurtekinn einu sinni á vetri síðan með vaxandi viðhöfn.
(Heimild: Kvennaskólabókin 1974, AE).