Umsjónarmaður fasteigna

Ólafur Óskar Óskarsson hefur verið ráðinn umsjónarmaður fasteigna við Kvennaskólann í Reykjavík. Hann var valinn úr hópi 12 hæfra umsækjenda. Ólafur er rafvirki og íþróttakennari að mennt. Síðustu 15 árin hefur hann rekið líkamsræktarstöðina Bjarg á Akureyri ásamt eiginkonu sinni. Hann starfaði einnig sem íþróttakennari um skeið við Menntaskólann á Akureyri.

Ólafur mun gegna mikilvægu og krefjandi starfi  við skólann sem krefst mikilla samskipta bæði við starfsfólk og nemendur. Við bjóðum hann velkominn til starfa.