Glæsilegur árangur í stuttmyndakeppni Félags þýskukennara

Dagur Benjamín R Kjartansson, Daníel Már Guðmundsson, Einar Már Óskarsson, Ómar Atli Sigurðsson og Sigurður Kalman Oddsson í 2. NB lentu í 2. sæti í stuttmyndakeppni Félags þýskukennara sem haldin hefur verið árlega um nokkurra ára skeið og opin er þýskunemum í öllum framhaldsskólum landsins. Sendiherra Þýskalands veitti þeim verðlaun á Þýskuhátíð sem haldin var í Háskóla Íslands síðastliðinn föstudag. Við óskum þeim Degi, Daníel, Einari, Ómari og Sigurði Kalmani innilega til hamingju með frábæra frammistöðu.
Hér er myndin:
Downtown Munchen