Ferð 2.H til Litháen

Aðfaranótt 18.apríl lenti þreyttur en glaður 2.H í Vilníus þar sem hópur litháískra vina tók á móti þeim. Þarna urðu fagnaðarfundir þar sem litháísku nemendurnir höfðu þegar dvalið á Íslandi síðastliðið haust.

Framundan voru skemmtilegir og viðburðaríkir dagar í Vilníus þar sem nemendur unnu saman að sameiginlegu verkefni auk þess að kynnast menningu og sögu þessarar merku þjóðar. Nemendur dvöldu viku í borginni og skoðuðu meðal annars, fallegar kirkjur, háskóla, gamla bæinn, höll, KGB safnið, Trakai sem er fyrrum höfuðstaður landsins TV- turninn og margt fleira. Kveðjustundin var ljúfsár en nemendur eru allir sammála um að ferðin hafi verið, skemmtileg, krefjandi og lærdómsrík.

Hér má sjá myndir úr ferðinni.