Vel heppnuð Njáluferð hjá 2NA

Þriðjudaginn 26. apríl fór 2NA á Njáluslóðir. Lagt var af stað snemma morguns og komið heim síðdegis. Stoppað var á Sögusetrinu á Hvolsvelli, farið inn að Keldum, Gunnarssteini, Hlíðarenda í Fljótshlíð og endað á að skoða Gluggafoss. Veðrið lék við nemendur sem helst vildu setjast að á Hlíðarenda í Fljótshlíð.

Nokkrar myndir