Sjálfbærni á norrænum vinnumarkaði

Dagana 17. – 22. apríl dvöldu sex stúlkur úr Kvennaskólanum í Jyväskylä í Finnlandi þar sem haldinn var síðasti fundur í Nordplus Junior verkefnis sem fjallar um sjálfbærni og vinnumarkað á Norðurlöndunum. Verkefnið hefur staðið í tvö ár og er samstarf fjögurra skóla í jafnmörgum löndum. Auk íslensku nemendanna og finnsku gestgjafanna voru nemendur frá Avesta í Svíþjóð og Viborg í Danmörku, alls yfir 30 nemendur og sjö kennarar sem tóku þátt í lokafundinum. Nemendurnir unnu saman verkefni þar sem þeir tóku viðtöl við stofnendur sprotafyrirtækja og gerðu myndbönd út frá því sem sýnd voru í lok vikunnar. Auk þess heimsóttu nemendur Alvar Alto safnið, fóru í adrenalín-garð og tóku þátt í nýsköpunardegi sem haldinn var í Jyväskylä. Niðurstöðum verkefnisins var svo safnað og búið til matstæki sem gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að meta hver staða þeirra er varðandi sjálfbæra þróun. Hér eru nokkrar myndir úr ferðinni.