Skólasetning 18. ágúst

Nú er 143. starfsár Kvennaskólans að hefjast.  Hjalti Jón Sveinsson skólameistari  tók á móti sínum fyrsta nýnemahópi við Kvennaskólann, en 230 nýnemar hefja nám við skólann í haust. Hver bekkur hitti sinn umsjónarkennara sem setti þau inn í skólastarfið. Eldri nemendur voru fengnir til að leiða nýnema um öll þrjú hús skólans og segja frá  starfseminni í þeim.  Einnig var farið í hópeflisleiki til að hrista hópinn saman.