Komdu í kór!

Frá kór Kvennaskólans í Reykjavík:

Kórstarfið framundan er afar spennandi. Unnið verður með fjölbreytta tónlist, allt frá Handel yfir í Hozier, Beyonce og Bach.  Æfingar fara fram seinni part mánudags og miðvikudags og nemendur fá einingar fyrir.

Kórinn er duglegur að hittast fyrir utan reglulegar æfingar. Í október verður farið á Laugarvatn og gist þar tvær nætur.  Enn fremur heldur kórinn veglega jólatónleika auk þess að koma fram við önnur tækifæri.

Við bjóðum nýja meðlimi hjartanlega velkomna og hvetjum Kvenskælinga til að mæta  kl 17:00 þriðjudaginn 30. ágúst í Uppsali. Þá verður kórinn kynntur og spjallað við kórfélaga og kórstjóra. Við tökum vel á móti ykkur.

Kærar kveðjur,

Lilja Dögg
Kórstýra í Kvennó.