Nýnemaferðir 13., 14. og 15. september

Í nýnemaferðunum verður farið til Stokkseyrar samkvæmt þessu skipulagi:

-Þriðjudaginn 13. september: 1NC, 1H, 1NÞ

-Miðvikudaginn 14. september: 1FD, 1FÞ og 1NF

-Fimmtudaginn 15. september: 1NB, 1FF, 1NA

Lagt verður af stað kl. 8.30 frá Aðalbyggingu skólans og komið heim um kl 22. Verð fyrir hvern nemanda er 3000 kr. sem greitt skal á skrifstofu skólans áður en ferðin er farin. Nemendur þurfa að taka með sér nesti til að borða yfir daginn en boðið verður upp á pylsur og bulsur seinni partinn. Nemendur skulu vera klæddir eftir veðri og koma vel útbúnir og í góðum skóm. Tveir kennarar verða með í ferðunum ásamt nemendastjórn skólans sem sér um dagskrána yfir daginn.