Haustferðir nýnema

Dagana 13.,14. og 15. september fóru nýnemar í ferð á Stokkseyri.  Hópnum var skipt í þrennt og fóru þrír bekkir í hverja ferð.  Stjórn Keðjunnar sá um fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir nemendurna. Ferðirnar gengu vel og skemmti fólk sér konunglega við leiki og alls kyns verkefni frá morgni til kvölds. Aðaltilgangur nýnemaferðanna er að stuðla að því að fólk kynnist og bekkirnir hristist saman.

Hér má sjá myndir úr ferðunum.