Dagur gegn einelti 8. nóvember

Markmiðið með degi gegn einelti er að vekja sérstaka athygli á hversu alvarlegt einelti er og að vekja til umhugsunar um hvernig megi  stuðla að jákvæðara samfélagi fyrir alla með betri samskiptum.  Nemendur í Kvennaskólanum eru hvattir til að vera jákvæðir í samskiptum og sýna nærgætni og tillitssemi í dag sem aðra daga.
Í tilefni dagsins er opið hús hjá Erindi samtökum um samskipti og skólamál,Spönginni 37, Grafarvogi milli 17 og 19.(erindi.is).  
Þjóðin safnaði fyrir þessum stað í fyrra með átakinu "Á allra vörum - einelti er ógeð, en hann opnaði í byrjun þessa árs.  Starfsmenn samtakanna vinna við að aðstoða skólastjórnendur, kennara og foreldra við að höggva á erfiða samskiptahnúta.