Lið úr Kvennaskólanum komst áfram í úrslitakeppni Boxins 12. nóvember

Boxið er vettvangur fyrir framhaldsskólanema til að spreyta sig á ólíkum verkefnum og er frábær vettvangur fyrir ungt fólk sem er óhrætt við að hugsa út fyrir boxið og reyna á hugvit sitt og verklag í góðum hópi.

Markmiðið með keppninni er að kynna og vekja áhuga á tækni, tækninámi og störfum í iðnaði en hér á landi er skortur á tæknimenntuðu fólki.

Háskólinn í Reykjavík, Samtök iðnaðarins, mennta og menningarmálaráðuneyti og Samband íslenskra framhaldsskólanema standa að boxinu.

Eftir spennandi forkeppni hér í skólanum sem þrjú lið tóku þátt í, þá komst eitt af liðunum okkar áfram í úrslitakeppnina. Hún verður síðan haldin í húsnæði Hákólans í Reykjavík næsta laugardag, 12. nóvember, og mun vaskur hópur úr 3- NA mæta og taka þátt fyrir hönd Kvennaskólans. Keppnin stendur lungann úr laugardeginum og verðlaunaafhending er seinnipartinn. Að þessu sinni taka þátt 8 hópar úr jafnmörgum skólum og er mjög spennandi að fylgjast með og sjá hvernig þrautirnar eru leystar. Úrslit í hverri þraut er birt á skjá fyrst til að byrja með en eftir því sem líður á keppni og spenningur eykst er skjárinn frystur og allir frétta niðurstöður á sama tíma. 
Nemendurnir sem keppa fyrir okkar hönd eru:

Óskar Harrison Pilkington (3NA) liðsstjóri
 
Eva Kolbrún Kolbeins (3NA) 
Jarþrúður Ósk Jóhannsdóttir (3NA) 
Jón Kaldalóns Björnsson (3NA) 
Guðrún Herdís Arnarsdóttir (3NA)

Óskum við þeim góðs gengis og er velkomið að kíkja við uppí HR. Nokkrir kennarar úr Kvennó verða þar meira og minna allan daginn.