Eplavikan 14. - 17. nóvember - dagskrá

Hin viðburðarríka eplavika stendur nú yfir og er dagskráin þessa vikuna fjölbreytt að venju.  Af þessu tilefni hefur matsalurinn í Uppsölum verið skreyttur með eplamyndum, ljósaseríum og rauðum dúkum .  Í hádeginu í Uppsölum á mánudag skemmti hljómsveitin Birth Ctrl, á þriðjudag verða Landaboi$ með atriði og á miðvikudaginn verður svo "kósý"  náttfatadagur.  Sjálfur epladagurinn er síðan á fimmtudaginn 17. nóvember, en þá er kennt til 13.10.

Dagskrá Epladagsins er:

Nemendur eru beðnir að mæta í eins miklu rauðu og þeir geta!  Rauðasti Kvennskælingurinn fær verðlaun

Allir nemendur fá óvæntan glaðning frá stjórn

Eplalagakeppnin verður kl. 14:30,  Eplalag Kvennó  2016 verður valið og það lag sem vinnur verður flutt á eplaballinu sjálfu.
Tónlistarnefnd dæmir keppnina.

Eplamyndin verður sýnd strax á eftir eplalagakeppninni , í boði Klisjunnar.

Um kvöldið er síðan eplaball í Reiðhöllinni Víðidal.