Nemandi í The Voice

Arna Lea Magnúsdóttir, nemandi í 2H, er keppandi í sjónvarpsþáttunum The Voice þar sem leitað er að hæfileikaríkasta söngvaranum. Hún komst í gegnum hinar svokölluðu blindprufur og í lið Sölku Sólar Eyfeld. Það er mikil reynsla að taka þátt í keppninni en þess má geta að Arna Lea keppti fyrir hönd Kvennaskólans í Söngkeppni framhaldsskólanna síðastliðinn vetur. Við óskum Örnu Leu góðs gengis í keppninni.