Saga epladagsins

Árið 1921 hófst sá siður að hafa eplakvöld í Kvennaskólanum. Á þeim tíma fengust ekki epli á Íslandi nema fyrir jólin og fengu nemendur þau þann dag sem nemendur fluttu skemmtiatriði og sungu fyrir kennara og námsmeyjar. 

Enn þann dag í dag fá nemendur epli í skólanum á epladaginn og eftir hádegi er epladagsskemmtun  Um kvöldið er síðan eplaballið sem er með stærstu viðburðum skólaársins.

Meira um sögu epladagsins og gamlar myndir má finna hér.