Njáluferð

Í vikunni fóru 8 bekkir í ferð á Njáluslóðir ásamt íslenskukennurum sínum eftir lestur Brennu-Njálssögu. Meðal annars var farið að Keldum, Gunnarssteini og Hlíðarenda auk þess nemendur skoðuðu Gluggafoss.  Einnig var Sögusetrið á Hvolsvelli heimsótt þar sem nemendur fengu fyrirlestur frá Sigurði staðarhaldara og skoðuðu sig um á safninu. Nemendur voru heppnir með veður og nutu vel útiveru og samverunnar. 

Myndir