Tónleikar kórs Kvennaskólans 1.des.

Kór Kvennaskólans í Reykjavík heldur jólatónleika sína í Aðventkirkjunni  Ingólfstræti 19 (við Hallveigarstíg) fimmtudaginn 1. desember, kl. 20. Ekkert kostar inn á tónleikana en kórinn selur kaffi og kökur í Uppsölum, Þingholtsstræti 37, eftir tónleikana til styrktar kórnum. 

Allir hjartanlega velkomnir.