Nýnemafræðsla

Á fyrstu önn sinni í Kvennaskólanum sitja nemendur áfanga sem heitir nýnemafræðsla. Í þeim áfanga eru nemendur fræddir um ýmislegt sem snýr að skipulagi námsins við skólann auk þess sem þeir fá fræðslu í samræmi við forvarnaráætlun skólans. Einnig fá nemendur ráðleggingar um hvernig þeir geta skipulagt tíma sinn og námið og eru þeim kynntar árangursríkar námsaðferðir. Nemendur læra aðferðir til að takast á við kvíða og streitu og þessa síðustu kennsluviku eru þeir sérstaklega búnir undir prófatörnina sem framundan er. Um nýnemafræðsluna sér Linda Björk Einarsdóttir, félagsgreinakennari við skólann sem einnig er menntaður náms- og starfsráðgjafi.