Útskrift stúdenta 20. desember

Útskrifaðir voru 16 stútentar frá Kvennaskólanum 20. desember.  Útskriftin fór fram í Iðnó að þessu sinni.  Skólameistari Hjalti Jón Sveinsson flutti ávarp og kór Kvennaskólans söng. Harpa Rut Sigurgeirsdóttir flutti ávarp nýstúdenta.   Hæstu einkunn hlaut Diana Sól Editudóttir og fékk hún þrenn verðlaun fyrir góðan námsárangur, meðal annars í íslensku en þess má geta að móðurmál hennar er litháíska.

Hér má sjá myndir frá útskriftinni