Rymja, söngkeppni Kvennaskólans

Rymja, söngkeppni Kvennaskólans, var haldin í Austurbæ föstudagskvöldið síðastliðið. Margir létu þar ljós sitt skína og ekki fór á milli mála að hæfileikarnir liggja víða í skólanum. Aníta Rut Ólafsdóttir og Alex Elí Schweitz Jakobsson voru kynnar kvöldsins og Fúría, leikfélag Kvennaskólans, sýndi stórskemmtilegt atriði úr Litlu hryllingsbúðinni sem frumsýnd verður 10. mars í Tjarnarbíói. Keppendur stóðu sig allir frábærlega en í 3. sæti varð Magdalena Marta Radwanska í 1.H, í 2. sæti María Lóa Ævarsdóttir (Mæló) í 1.NC og sigurvegari keppninnar var Nína Margrét Daðadóttir í 2.NC. Myndir frá keppninni má sjá hér