Gettu betur gengur vel

Lið Kvennaskólans sigraði lið Borgarholtsskóla í útvarpskeppni Gettu betur í gær og er þar með komið áfram í 8-liða úrslit sem fara fram í sjónvarpi á RÚV. Dregið verður um hvaða lið mæta hverju í Kastljósinu 9/2. Fyrsta sjónvarpsviðureignin fer fram 24. febrúar.

Lið Kvennaskólans skipa þau Óskar Örn Bragason 3FÞ, Hlöðver Skúli Hákonarson 4FNH og Fjóla Ósk Guðmannsdóttir 1NF.