Áhugaverður hádegisfyrirlestur um konur í Mið-Austurlöndum

Í vikunni stóð jafnréttisteymi skólans fyrir hádegisfyrirlestri. Ali Alhashemi, sem er nemandi í Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, ræddi við nemendur um stöðu kvenna í Mið-Austurlöndum. Hann ræddi meðal annars um hvernig lífi þær lifa, réttindi þeirra og áhrif trúarbragða á stöðu þeirra. Einnig fjallaði hann um hvað hefur breyst á síðustu árum. Nemendur sýndu mikinn áhuga á efninu og voru duglegir að varpa fram spurningum.