Heimsókn borgarstjóra

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, kom í  heimsókn í Kvennó í morgun. Um þessar mundir heimsækir hann ýmsar stofnanir og fyriræki í miðbænum. Dagur og fylgdarlið litu inn á  gömlu skrifstofu skólans, sem er frá því árið 1909 og í raun hluti af minjasafni borgarinnar. Þá var farið í kennslustund hjá Ásdísi Arnalds, íslenskukennara í 2. H í Miðbæjarskólanum. Heimsókninni lauk svo með fróðlegu og skemmilegu spjalli á kennarastofunni í frímínútum. Það var virkilega gaman að taka á móti borgarstjóranum á þessum föstudagsmorgni í blíðskaparveðri.