Lið Kvennaskólans í úrslit Gettu betur

Lið Kvennaskólans sigraði lið MA með glæsibrag í gærkvöldi með 39 stigum á móti 28 stigum MA.  Lið Kvennó mun því keppa í úrslitakeppni Gettu betur föstudaginn 31. mars.  Eftir hraðaspurningarnar voru liðin jöfn en lið Kvennó vann jafnt og þétt á og var með yfirhöndina nær allan tímann.
Á laugardag kemur í ljós hvaða lið mætir Kvennó í úrslitum en þá keppa MH og ME í beinni á RÚV kl. 20:15.

Til hamingju með sigurinn Óskar, Hlöðver og Fjóla!