Opið hús vel sótt

Fjöldi fólks nýtti sér tækifærið og kom á ,,opið hús“ í Kvennó  í gær kl. 17.00-18.30. Nemendur 10. bekkjar, margir í fylgd foreldra, kynntu sér nám skólans og húsakynni undir leiðsögn nemenda og kennara. Ekki var annað að sjá og heyra en gestir hafi verið ánægðir með heimsóknina.