Allir í leikhús

Löng hefð er fyrir ‏‏því að nemendur skólans fari ár hvert í leikhús. Að þessu sinni var ákveðið að sjá leiksýninguna Úti að aka í Borgarleikhúsinu. Um er að ræða farsa eftir Ray Cooney, eitt farsælasta gamanleikjaskáld samtímans, í þýðingu Gísla Rúnars Halldórssonar. Mikil gleði og stemmning ríkti í salnum og var leikurum ákaft fagnað í lok sýningar. Það vakti síðan mikla lukku þegar Hilmar Guðjónsson, einn leikari sýningarinnar og stúdent úr Kvennaskólanum, tók að lokinni sýningu hvatningaróp Kvennskælinga með fullum sal nemenda.