Verðlaunahafar í frönskukeppni framhaldsskólanema

Árleg keppni frönskunema var haldinn síðasta laugardag, 25. mars, í franska bókasafninu, Alliance française. Í ár var grunnskólanemum í fyrsta sinn gefinn kostur á að vera með svo keppnin var tvískipt. Það er Félag frönskukennara á Íslandi sem stendur fyrir keppninni í samstarfi við Alliance française og sendiráð Frakklands á Íslandi sem veitir hin ýmsu verðlaun fyrir 1.-3. sæti. Frönskukeppnin felst í því að nemendur vinna 2-4 mínútna myndband út frá ákveðnu þema og þurfa að huga að innihaldi, framburði og almennri málnotkun við gerð þess. Í ár var þemað „Les arts et le français“ eða „Listir og franska“ og höfðu nemendur algjörlega frjálsar hendur hvað varðar efnistök. Voru myndböndin öll sýnd í keppninni en í dómnefnd sátu fulltrúar frá sendiráðinu, Alliance française og Félagi frönskukennara.

Í keppni framhaldsskólanema voru að þessu sinni 10 þátttakendur frá 6 framhaldsskólum og átti Kvennaskólinn 5 keppendanna sem allir sendu inn vönduð myndbönd. Þetta voru þær Ásdís Thu Minh Huynh úr 2FF, Sólrún Embla Þórðardóttir úr 2H, Gabríela Tara Gunnarsdóttir úr 3FF og Guðrún Herdís Arnarsdóttir og Jarþrúður Ósk Jóhannesdóttir úr 3NA. Er það mikið ánægjuefni að nemendur okkar hafi sýnt keppninni og þar með frönskunni svona mikinn áhuga.

Leikar fóru þannig að nemandi úr Verslunarskólanum hreppti fyrsta sætið en nemendur Kvennaskólans voru í 2. og 3. sæti. Sólrún Embla var valin í annað sætið og Guðrún Herdís í það þriðja. Þær gerðu báðar falleg myndbönd um áhuga sinn á franskri tónlist sem hittu greinilega í mark hjá dómnefndinni og í verðlaun fengu þær gjafakort á franskan veitingastað, franskar vörur og námskeið og félagsaðild í Alliance française. Þess má geta að þær hafa báðar sýnt einlægan áhuga og frábæra ástundun frá upphafi frönskunámsins við Kvennaskólann og eru í tveimur frönskuáföngum á þessari önn. Við óskum þeim Guðrúnu og Sólrúnu innilega til hamingju. 
Ef smellt er á tenglana hér fyrir neðan má sjá myndböndin þeirra.  

Guðrún Herdís: https://www.youtube.com/watch?v=LHcTvkzxQRo 

Á myndinni hér fyrir ofan eru Guðrún Herdís (t.v.) og Sólrún Embla
Hér eru sigurvegarar framhaldskólakeppninnar eftir verðlaunaafhendingu franska sendiherrans, Philippe O'Quin. 


Hér má sjá hluta keppenda frá grunn- og framhaldsskólum í keppnislok.