Umhverfisvika

Í síðustu viku stóð umhverfisráð fyrir umhverfisviku hér í skólanum.

Í hádeginu á mánudeginum voru sýnd fróðleg myndbönd tengd umhverfismálum í matsal nemenda og þá hófst líka undirskriftasöfnun þar sem nemendur hvetja til þess að aðstaða til að endurvinna í skólanum verði bætt til muna.

Á miðvikudeginum kom fulltrúi félagsins „Ungir umhverfissinnar“ í hádegishléinu og vakti athygli á félaginu.

Á föstudeginum var svo „fataswap“ þar sem föt sem nemendur og kennarar gátu skilað inn alla vikuna, fengu framhaldslíf hjá nýjum eigendum.

Alla vikuna var umhverfisvænn matur í hádeginu þar sem lögð var áhersla á að nota íslenskt hráefni og á föstudeginum var „vegan“ réttur. Auk þess var alla vikuna selt lífrænt kaffi í öllum byggingum skólans og rann ágóðinn af sölunni til landgræðslusjóðs Skógræktarfélagsins. Stefnt er að því að umhverfisvika verði árlegur viðburður í skólanum.Það var úr ýmsu að velja í "fataswapinu"