Dimisjón 2017

Einstök veðurblíða var á dimisjóninni í ár en hún fór fram í porti Miðbæjarskólans. Útskriftarnemar mættu  í skólann í búningi ýmissa teiknimyndafígúra  og mátti meðal annars sjá hákarla, ljónsunga og "cry babies".  Hver bekkur var með dansatriði og einn úr hverjum bekk flutti þakkarræðu til kennara og starfsfólks skólans og kennurum voru færð blóm í þakklætisskyni.

Myndir