Tónleikar Kvennókórsins

Kór Kvennaskólans hélt sína árlegu vortónleika fimmtudaginn 4. maí í Aðventikirkjunni við Ingólfsstræti. Tónleikarnir tókust mjög vel, kórinn söng fallega og lagavalið var einstaklega fjölbreytt og skemmtileg. Eftir tónleika var hægt að kaupa kaffi og meðlæti í Uppsölum og margir kórgesta nýttu sér það til að styrkja kórinn og eiga góða stund saman.