Fyrirmyndarnemendur í 1. og 2. bekk

10 nemendur í 1. og 2. bekk fengu í dag verðlaun fyrir 100% raunmætingu í vetur. Einnig fengu eftirtaldir nemendur verðlaun fyrir góðan námsárangur: Berglind Rut Bragadóttir 2.NB með 9,74 í meðaleinkunn, Inga Lilja Ásgeirsdóttir 1.NF með 9,9 og Katla Björk Gunnarsdóttir 1.NA með 9,85. Glæsilegur árangur hjá þessum fyrirmyndarnemendum!