Upphaf haustannar

Haustönn 2017 hefst með skólasetningu fyrir nýnema föstudaginn 18. ágúst kl. 9:00 í Uppsölum, Þingholtsstræti 37. Þar fá nýnemar kynningu á ýmsum þáttum skólastarfsins og hitta síðan bekkinn sinn og umsjónakennara. Kennsla (hjá öllum nemendum) hefst mánudaginn 21. ágúst skv. stundaskrá. Hægt verður að sjá stundaskrá og bókalista í Innu eftir miðjan ágúst (sjá www.inna.is).
Kynningafundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema verður haldinn í Uppsölum þriðjudaginn 29. ágúst kl. 20.