Byrjun skólastarfs og dagskrá á næstunni

Það hefur verið létt yfir skólastarfinu fyrstu dagana, enda blíðskaparveður, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Á dagskrá er þetta helst:
Nýnemakvöld í Uppsölum fimmtudaginn 24/8, kl.18.
Kynningafundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema í Uppsölum þriðjudaginn 29. ágúst kl.20.
Nýnemadagur fimmtudaginn 31/8. Þá er hefðbundin kennsla til kl. 13:10 og skemmtileg dagskrá eftir það í boði Keðjunnar (nemendafélags Kvennaskólans) til að bjóða nýnema velkomna í skólann með formlegum hætti. Um kvöldið verður Nýnemaball í Reiðhöllinni, frá kl.22. Frí í 1.tíma daginn eftir, föstudaginn 1.september.
Nýnemaferðir verða 12. og 13. september, 4 bekkir hvorn dag.