Berlínarferð

Föstudaginn 29. september hélt 24 manna hópur þýskunemenda í áfanganum ÞÝSK2BE05 til Berlínar í náms- og menningarferð ásamt kennara áfangans, Björgu Helgu Sigurðardóttur og samstarfskonu hennar, Ástu Emilsdóttur. Nemendur höfðu fyrir ferðina kynnt sér eitt og annað um Berlín og m.a. unnið kynningar um þekktustu staðina. Hópurinn gisti rétt við Alexanderplatz, í hjarta gömlu Austur-Berlínar. Farið var í bæði rútu- og gönguferð með íslenskum leiðsögumanni sem býr í Berlín og skoðaðir voru margir merkir staðir. Má þar nefna þinghúsið, Ólympíuleikvanginn, Gedenkstätte Mauer sem er minningarstaður um Berlínarmúrinn, Treptower-garðinn, Holocaust minnismerkið og sýningu um líf Anne Frank. Einnig heimsóttu nemendur einn merkan stað að eigin vali og fóru margir í sjónvarpsturninn og fengu þannig frábært útsýni yfir borgina. Komið var heim síðdegis þriðjudaginn 3. október eftir mjög vel heppnaða ferð. Framkoma nemenda í ferðinni var til fyrirmyndar og voru þeir skólanum til sóma.

Myndir úr ferðinni má sjá hér