Skuggakosningar 2017

Það var margt um manninn í matsal Kvennaskólans í  Uppsölum, þegar  fulltrúar flestra framboða til komandi alþingiskosninga voru komnir til að ræða um stefnumál sín við nemendur.  Nemendur sýndu þessu mikinn áhuga og ræddu við fulltrúa flokkanna.  Skuggakosningar munu síðan fara fram á morgun miðvikudaginn 18. október.

Þetta er í annað sinn sem skuggakosningar eru haldnar í Kvennaskólanum en þær fóru fram í fyrsta skipti í október í fyrra.  Kjörsókn framhaldsskólanema í skuggakosningunum í fyrra var 40,4%. Það verður því spennandi að sjá hver úrslit skuggakosninganna verða í ár í samanburði við úrslit alþingiskosninganna, og hver kjörsóknin verður.


 Ýmsar upplýsingar um skuggakosningarnar í framhaldsskólunum má finna hér.

Myndir