Jafnréttisvikan 23. - 27. október

Í þessari viku er jafnréttisvika Kvennaskólans haldin hátíðleg! Jafnréttisteymi skólans býður ykkur uppá áhugaverða, upplýsandi og umfram allt skemmtilega viðburði þessa viku!
Nemendur mega eiga von á því að ýmislegt myndrænt efni tengt jafnréttismálum prýði ganga skólans, eins og bleika og bláa boxið og myndaþáttur tengdur líkamsvirðingu. Þá fá nemendur á fyrsta ári sérstakan jafnréttis glaðning.
Þá verður boðið uppá fræðsluerindi og umræður í hádegishléum vikunnar í stofu U6. Dagskráin er eftirfarandi:

Þriðjudagur: Líkamsvirðing í Kvennó – Tara Margrét Vilhjálmsdóttir frá Samtökum um líkamsvirðingu fræðir nemendur Kvennó um hugtakið og afhverju líkamsvirðing er mikilvæg fyrir okkur öll.

Miðvikudagur: Kynsegin fræðsla - ungt kynsegin fólk segir frá því hvað og hvernig það er að vera kynsegin.

Fimmtudagur: Völvan í Kvennó - Völvan hefur einsett sér að vera með vitundarvakningu um píkur og allt sem þeim viðkemur.

Föstudagur: UNWomen mætir á svæðið.

Þá verður Stoltið með kvikmyndasýningu á fimmtudagskvöldið en kosningar standa yfir á netinu um hvaða hýra mynd verður sýnd.
Myndin var tekin á fyrirlestri kynsegin fólks.  Þau fjölluðu um það að vera kynsegin, það er að finna sig ekki í því kyni sem þeim var úthlutað við fæðingu. Nýyrði og fornöfn fá góðar viðtökur í samfélaginu svo sem eins og hán, og kannanir bjóða núna uppá fleiri kyn en kk. og kvk. Einnig eru kynlaus klósett nú meira í umræðunni.  En betur má ef duga skal og engin lagaleg staða er viðurkennd ennþá.