Úrslit skuggakosninganna í framhaldsskólunum

Úrslit skuggakosninganna í framhaldsskólunum voru birtar starx að loknum alþingiskosningunum.  Kjörsókn var 32% sem er minna en í fyrra en þá var hún 40,4%.  Fylgi Sjálfstæðisflokksins og VG var mun meira í skuggakosningunum en í alþingiskosningunum og einnig var fylgi Pírata og Viðreisnar meira.  Í skuggakosningunum fengu Miðflokkurinn og Flokkur fólksins engan mann kjörinn. Í skuggakosningunum var landið eitt kjördæmi.

Sjálfstæðiflokkurinn fékk 19 menn kjörna í skuggakosningunum en 16 í alþingiskosningunum
VG fékk 19 þingmenn í skuggakosningunum en 11 í alþingiskosningunum
Samfylkinging fékk 6 þingmenn í skuggakosningunum en 7 þingmenn í alþingiskosningunum
Framsókn fékk 6 þingmenn í skuggakosningunum en 8 þingmenn í  alþingiskosningunum
Píratar fengu 8 þingmenn í skuggakosningunum en 6 í  þingmenn í alþingiskosningunum
Viðreisn fékk 5 þingmenn í skuggakosningunum en 4 í þingmenn alþingiskosningunum

Meiri upplýsingar um úrslit skuggakosninganna má finna hér